24.01.2011 20:03

Með veiðarfæri í skrúfunni

245.is:

 

Rétt eftir hádegi í dag var báturinn Aðalbjörg dreginn í land, en báturinn fékk veiðarfæri í skrúfuna nokkrar sjómílur fyrir utan Sandgerði.  Sigurður Stefánsson kafari var fenginn til að losa veiðarfærin og gekk það greiðlega.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Aðalbjörg lagðist að bryggju og veiðarfærin voru losuð.


Sigurður gerir sig klárann


Sigurður stekkur ofan í sjóinn og Bragi passar upp á að súrefnislangan fylgi með

Myndir: Smári/245.is | lifidi@245.is