24.01.2011 17:00

Rauður og blár samtímis í höfn

Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni, er frekar lítið um að vera í höfnunum hér á Suðurnesjum, svo og í Hafnarfirði og því eru nýjar myndir fremur sjaldséðar, nema með því að taka aftur og aftur myndir af sömu skipunum. Hugsaði ég mér því gott þegar ég vissi að þrír bátar voru nánast samtímist inn Stakksfjörðinn í dag með stefnu á Njarðvik, en þá lagðist suddi yfir og því varð skyggnið nánast ekkert, þó annað slagið kæmu smá rifur sem hægt var að spella. Árangurinn af því sjáum við sennilega í nótt, en hér birti ég myndir af tveimur þeirra er komu samtímis til Njarðvíkur og voruþá komnir út úr suddanum.








    2101. Sægrímur GK 525 og 233. Erling KE 140, koma inn til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 24. jan. 2011