22.01.2011 16:02

Njarðvíkurhöfn rétt fyrir kl. 15 í dag

Ég sé að það hafa fleiri en ég veitt stöðu bátanna sem ég ræði í færslunni hér fyrir neðan, athygli. Er Þorgrímur Ómar Tavsen kom í land núna áðan og löndun var lokið tók hann þessar símamyndir og sendi mér rétt fyrir kl. 15. Frekari umsögn er óþörf þar sem allt um málið kemur fram í færslunni sem ég gerði rétt áðan, en þar sem sjónarhorn Þorgríms Ómars er nokkuð athyglisvert birti ég myndirnar hér, þó ég hafi verið búinn að fjalla um þetta rétt áðan.


         Þetta sjónarhorn blasti við þegar þeir á Sægrími komu að landi, 1396. Lena ÍS 61 í strandi fyrir framan 363. Maron GK 522


                                  1396. Lena ÍS 61, liggur í afturspottanum


            1195. Álftafell ÁR 100, á botninum og fyrir framan hann eru það 923. Röstin GK 120 og 586. Stormur SH 333 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í Njarðvikurhöfn rétt fyrir kl. 15 í dag 22. jan. 2011