22.01.2011 15:34
Liggja í böndunum
Bátarnir sem ég sagði frá í morgun, að stæðu í fjörunni í Njarðvik, lágu alveg í böndunum á fjörunni nú síðdegis. Annar bátanna er að vísu einn þeirra sem eru á langlegu- eða dauðadeildinni, þó svo að eigendur ræði alltaf um að koma honum í gagnið á ný, Hinn var gerður upp fyrir nokkrum árum, en hefur lítið gert annað síðan, nema að transporta milli Keflavíkur- og Njarðvíkurhafnar og innan hafnana.
Raunar finnst mér þó furðulegt að eigandi þess síðarnefnda skuli ekki gera eitthvað til að báturinn fljóti, því varla fer þetta vel með bátinn. En nánar um bátanna er þetta að segja:
Álftafell ÁR 100, var lagt í Grindavíkurhöfn á árinu 2008 og síðan dreginn til Njarðvíkurhafnar þar sem hann hefur legið vélavana.
Lena ÍS 61, var í endurbyggingu í fimm ár með hléum og lauk þeim endurbótum sumarið 2009. Var hann með glæsilegustu eikarbátum þegar því lauk, en síðan þá hefur engin teljandi útgerð verið á bátnum.

Þessi sjón er ekkert óalgeng hvað þennan bát, 1195. Álftafell ÁR 100, varðar að hann standi nánast á þurru að aftan


1396. Lena ÍS 61 © myndir Emil Páll, 22. jan. 2011
Raunar finnst mér þó furðulegt að eigandi þess síðarnefnda skuli ekki gera eitthvað til að báturinn fljóti, því varla fer þetta vel með bátinn. En nánar um bátanna er þetta að segja:
Álftafell ÁR 100, var lagt í Grindavíkurhöfn á árinu 2008 og síðan dreginn til Njarðvíkurhafnar þar sem hann hefur legið vélavana.
Lena ÍS 61, var í endurbyggingu í fimm ár með hléum og lauk þeim endurbótum sumarið 2009. Var hann með glæsilegustu eikarbátum þegar því lauk, en síðan þá hefur engin teljandi útgerð verið á bátnum.

Þessi sjón er ekkert óalgeng hvað þennan bát, 1195. Álftafell ÁR 100, varðar að hann standi nánast á þurru að aftan


1396. Lena ÍS 61 © myndir Emil Páll, 22. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
