21.01.2011 11:30

Flottasta netaverkstæði landsins

Hér koma myndir og texti af síðuunni faxire9.123.is, birt hér samkvæmt samkomulagi við Faxagengið.


Faxamenn heimsóttu FLOTTASTA netaverkstæði landsins og þó víða væri leitað Egersund Island á Eskifirði. Á myndinni sem var tekin í morgun var Erika sem siglir undir Grænlenskum fána að taka nótina eftir að hafa fengið "pulsu" á nótina en það slitnaði líka snurpuvírinn hjá þeim, sem sagt tóm leiðindi.

Stór og bjartur vinnusalur og framúrskarandi góð vinnuaðstaða.

Það er svo pláss fyrir 20 stórar nætur á Nótahótelinu
                                             © myndir Faxagengið í jan. 2011