20.01.2011 14:52

Hákon EA 148 á Stakksfirði

Hákon EA 148 hefur síðan í gær verið innarlega á Stakksfirði og jafnvel einnig út af Keilisnesi. Hvort það er eingöngu vegna veðurs, eða vegna vinnslu veit ég ekki, gæti allt eins verið bæði. Þessar myndir sem ekki eru mjög greinilegar tók ég í dag frá Vatnsnesvita í Keflavík, svona á milli þess sem úrkoma gekk yfir.




    2408. Hákon EA 148, innarlega á Stakksfirði í dag © myndir teknar úr mikilli fjarlægð þ.e. frá Vatnsnesvita í Keflavík, Emil Páll, 20. jan. 2011