20.01.2011 11:11

Grindavíkurhöfnin, Njarðvík

Eins og sést á þessum myndum voru það svo sannarlega Grindavíkurskip sem voru annan hafnargarðinn í Njarðvík í morgun. Tvö að landa og Grímsnesskipin Sægrímur og Maron sem í raun eru gerðir út frá Njarðvík en skráðir í Grindavík.

Annars hefur það komið vel í ljós undanfarnar daga hvað hafnirnar í Keflavík og Njarðvík eru í raun miklar lífhafnir. Því þangað hafa leitað inn bátar sem ekki hafa komist til hafnar í Grindavík eða Sandgerði, eða eitthvað er að hjá viðkomandi skipum. Það eitt og sér er hið besta mál, fyrst útgerð í Reykjanesbæ er ekki meiri en raun ber vitni og því stendur þessi góða höfn að mestu auð, eða nánast því.




    363. Maron GK 522, 2101. Sægrímur GK 525, 2740. Vörður EA 748 og 972. Kristín ÞH 157 í Njarðvík í morgun © myndir Emil Páll, 20. jan. 2011