19.01.2011 20:00
Skúli fógeti
Fyrir okkur skipasíðueigendur á suðvesturhorninu, er svo komið að við erum nánast búnir að taka myndir af öllum skipum sem koma í þær hafnir sem við höfum aðgang að. Því erum við í raun alltaf að birta myndir af sömu skipum aftur og aftur, með smá uppákomum, þar sem eitthvað kemur fyrir augu okkar sem við höfum ekki séð áður. Hér er t.d. bátur með nafni sem ég man ekki eftir að hafa séð áður, en þetta var líka eina myndaefnið sem ég fann í Hafnarfirði í dag.
Skúli fógeti, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 19. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
