18.01.2011 16:58
Gulltoppur GK 24 slapp vel
Eins og sást vel á myndunum sem ég tók af neðansjávarsjónvarpinu hjá Köfunarþjónustu Sigurðar, var ekki gott útlit hjá Gulltoppi GK 24, þar sem sver keðja hélt skrúfunni fastri. Um hádegisbilið í dag mættu starfsmenn Köfunarþjónustu Sigurðar aftur á staðinn með slípirokk og fleiri áhöld og með fagmannlegum hætti tókst að losa keðjuna burt og kom þá í ljós að frekara tjón var ekki á skrúfu, stýri eða öðru þarna neðansjávar. Eins skaðaði þessi mikla festa ekki vélabúnað og því lauk verki fljótt og vel.
Hér birti ég mynd af Sigurði Stefánssyni klæddum sínum kafarabúningi og eins myndir teknar af bátnum við mismundandi birtuskilyrði í morgun.

Sigurður Stefánsson, tilbúinn að stökkva í sjóinn í dag

1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 8 í morgun

1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 10.30 í morgun


1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 12 á hádegi, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 18. jan. 2011
Hér birti ég mynd af Sigurði Stefánssyni klæddum sínum kafarabúningi og eins myndir teknar af bátnum við mismundandi birtuskilyrði í morgun.

Sigurður Stefánsson, tilbúinn að stökkva í sjóinn í dag

1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 8 í morgun

1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 10.30 í morgun


1458. Gulltoppur GK 24, um kl. 12 á hádegi, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 18. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
