18.01.2011 01:36
Fékk keðju í skrúfuna á landleið
Um miðnætti kom björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein til Keflavíkur með línubátinn Gulltopp GK 24. En hjálparbeiðni barst frá bátnum um kl. 18 í gærdag (mánudaginn 17. jan.) þar sem báturinn hafði fengið í skrúfuna er hann var staddur um 8 sm. NV af Sandgerði á leið í land. Var óskað eftir að kafari kæmi út, en sökum þess hve mikil ölduhæð var á staðnum taldi Sigurður Stefánsson kafara það ekki ráðlegt, enda átti síðar eftir að koma í ljós að keðja hafði m.a. farið í skrúfuna.
Kom þetta í ljós eftir að komið var að bryggju í Keflavík og var þá ákveðið að fresta því þar til í fyrramálið að ná keðjunni, enda langlega hvort sem er.
Helst er talið að keðja þessi sé bólfæri af baugju sem hafi vafist utan um skrúfuna og lent á milli þannig að skrúfan stöðvaðist úti á sjó.
Tók ég þessar myndir þegar bátarnir komu að landi og eins myndir af skermi neðansjávarsjónvarpsins sem Sigurður er með og má þar sjá keðjuna fasta, eftir að búið er að ná því lauslega í burtu.

1458. Gulltoppur GK 24, nálgast hafnargarðinn í Keflavík


2310. Hannes Þ. Hafstein í Keflavíkurhöfn



Hérna sést skrúfa bátsins og aðeins sést í keðjuna

Sigurður að störfum undir bátnum og keðjan lengst til vinstri

Hér sést í keðjuna




© myndir Emil Páll, 18. jan. 2011
Kom þetta í ljós eftir að komið var að bryggju í Keflavík og var þá ákveðið að fresta því þar til í fyrramálið að ná keðjunni, enda langlega hvort sem er.
Helst er talið að keðja þessi sé bólfæri af baugju sem hafi vafist utan um skrúfuna og lent á milli þannig að skrúfan stöðvaðist úti á sjó.
Tók ég þessar myndir þegar bátarnir komu að landi og eins myndir af skermi neðansjávarsjónvarpsins sem Sigurður er með og má þar sjá keðjuna fasta, eftir að búið er að ná því lauslega í burtu.

1458. Gulltoppur GK 24, nálgast hafnargarðinn í Keflavík


2310. Hannes Þ. Hafstein í Keflavíkurhöfn



Hérna sést skrúfa bátsins og aðeins sést í keðjuna

Sigurður að störfum undir bátnum og keðjan lengst til vinstri

Hér sést í keðjuna




© myndir Emil Páll, 18. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
