18.01.2011 12:00
3 Seldir úr landi og einn afskráður
Samkvæmt skipaskrá Araklóar fyrir árið 2011, sem Jón Sigurðsson, ritstjóri hefur nýlega sent mér, hafa fjögur skip sem ég vissi ekki af og því ekki sagt frá hér á síðunni, farið af íslensku skipaskránni. Þrjú þeirra hafa verið seld úr landi og eitt afskráð og birti ég hér myndir af þremur þeirra.
Það skipanna sem ég birti ekki mynd af er 2450. Eiki Matta ÞH 301 sem seldur var til Svíþjóðar.
Hin skipin sem ég birti myndir af eru: 2719. Fengur HF 89, ex Tenor, sem var seldur til Belize, 2459, Gunnþór ÞH 75 ex Stafnes KE 130, sem var seldur til Noregs og 1032. Pilot BA 6, ex Hafborg KE 54, sem var afskráður.

2459. Stafnes KE 130 sem síðast hét Gunnþór ÞH 75 © mynd viðskiptahúsið

1032. Pilot BA 6 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Magnús Jónsson

2719. Fengur HF 89 ex Tenor © mynd Hilmar Bragason, í júní 2010
Það skipanna sem ég birti ekki mynd af er 2450. Eiki Matta ÞH 301 sem seldur var til Svíþjóðar.
Hin skipin sem ég birti myndir af eru: 2719. Fengur HF 89, ex Tenor, sem var seldur til Belize, 2459, Gunnþór ÞH 75 ex Stafnes KE 130, sem var seldur til Noregs og 1032. Pilot BA 6, ex Hafborg KE 54, sem var afskráður.

2459. Stafnes KE 130 sem síðast hét Gunnþór ÞH 75 © mynd viðskiptahúsið

1032. Pilot BA 6 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Magnús Jónsson

2719. Fengur HF 89 ex Tenor © mynd Hilmar Bragason, í júní 2010
Skrifað af Emil Páli
