16.01.2011 22:00

Garðskagi og saga Braga GK og Hólmsteins GK

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók á Garðskaga í dag og undir báðum bátunum er saga þeirra birt í máli.


                     Garðskagaviti, Byggðasafnið, gamla vitavarðarhúsið og Flösin


                              Gamli vitinn, sem nú er fuglarannsóknarstöð


                                                   573. Hólmsteinn GK 20

Smíðaður hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1946. Gerður af safngrip 2008, en lá þó í Sandgerðishöfn, þar sem hann sökk 16. okt. 2009 eftir að Ásdís GK 218 hafði siglt utan í hann. Náði Köfunarþjónusta Siugaðra bátnum upp og flutti bátinn á Garðskaga 20. nóv. 2009.

Nöfn: Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK


                         1198. Bragi GK 54  © myndir Emil Páll, 16. jan. 2011

Smíðanúmer 401 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1971. Stóð uppi á bryggjunni í Garði frá árinu 1994 og þar til hann var fluttur á Garðskaga. Frá 1994 hefur hann verið í umsjón Byggðasafnsins á Garðskaga.

Nöfn: Gautur ÁR 19, Gautur MB 15, Trausti SH 72, Trausti BA 2, Trausti KE 73, Ingimundur RE 387, Bragi GK 274 og Bragi GK 54