14.01.2011 17:00

Góð veiði í brælunni

Jæja þá kom loksins að því að bátar kæmust á sjó og virðist þeir eigi að geta róðið í nokkra daga a.m.k. Þrátt fyrir að flestir bátar væru í landi sökum brælu undanfarna daga átti það ekki við um alla. T.d. voru þeir á Ósk KE 5 á veiðum suma þá daga þegar flestir aðrir voru í landi og fiskuðu vel eða a.m.k tvo 17 tonna róðra. Nú hafa þeir eins og áður hefur komið fram fært sig yfir á Erling KE 140.


      1855. Ósk KE 5, við bryggju í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 14. jan. 2011