14.01.2011 16:34
Erling KE 140 á veiðar á ný
Í dag var unnið að því hörðum höndum að gera Erling KE 140, klárann til að fara út að leggja, en hann hefur nú tekið við hlutverki Ósk KE 5, bæði hvað varðar áhöfn og kvóta. Stendur til að hann fari út jafnvel í dag eða kvöld. Hér eru tvær myndir sem ég tók af bátnum eftir að það fór að dimma í dag.


233. Erling KE 140, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 14. jan. 2011


233. Erling KE 140, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 14. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
