14.01.2011 11:36
Gamall skólafélagi, nú á Reyðarfirði
Í morgun barst mér þessi mynd frá Helga Sigfússyni, sem starfar í vaktstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Þó svo að hér sé ekki um skipamynd að ræða ætla ég að birta hana hér, því ég veit að margir Suðurnesjamenn og aðrir hafa gaman að sjá hana. Við Helgi erum jafnaldrar úr Keflavík og gegnum í sama skóla, þó svo að við hefðum aldrei verið bekkjarbræður, en þekktumst vel, en í dag er það eins og margt annað að við hittumst helst á Ljósanótt.

Helgi Sigfússon, í vaktstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði

Helgi Sigfússon, í vaktstöð Vegagerðarinnar á Reyðarfirði
Skrifað af Emil Páli
