13.01.2011 16:12
Google borgar sig...
visir.is:
Snekkjan Senses Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses.
Ólíkt öðrum milljarðamæringum keypti Page hinsvegar notað skip. Það er þó hin vænsta dugga ef marka má verðmiðann. Page borgaði fyrir hana um fimm milljarða íslenskra króna. Þá á hann eftir um 1.760 milljarða króna í lausafé.
Snekkjan Senses Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses.
Ólíkt öðrum milljarðamæringum keypti Page hinsvegar notað skip. Það er þó hin vænsta dugga ef marka má verðmiðann. Page borgaði fyrir hana um fimm milljarða íslenskra króna. Þá á hann eftir um 1.760 milljarða króna í lausafé.
Á skipinu er náttúrlega þyrlupallur, líkamsræktarstöð, mörg sólþilför, tíu gestasvítur og fjórtán manna áhöfn. Innréttingarnar eru eftir frægan franskan hönnuð, Philippe Starck.
Page keypti skipið af nýsjálenskum auðjöfri Sir Douglas Meyer sem rekur miklar bruggverksmiðjur í heimalandi sínu.
Skrifað af Emil Páli
