11.01.2011 17:00

Brettingur KE: Fékk á sig brotsjó og lagðist á hliðina

Samkvæmt viðtali við Harald Helgason matsvein á togaranum Brettingi KE 50, fékk hann á sig brotsjó og lagðist á hliðina á leið heim í jólafrí, af Flæmska hattinum.

Eftirfarandi  kemur fram í viðtali við Harald sem birtist í 1. tbl. Víkurfrétta þ.e. 6. jan. sl.:

,, Halli tók forskot á sæluna í lok síðasta árs en þá fór hann í fimmtíu daga túr með togaranum Brettingi. Halli fór með skipinu á Flæmska hattinn við Nýfundaland til rækjuveiða og var matreiðslumaður í túrnum. Á ýmsu gekk á tæpum tveimur mánuðum, veiðin gekk ágætlega en í skítabrælu á heimleiðinni fékk skipið brotsjó á sig og fór á hliðina og allt sló út, vél og önnur tæki. ,,Ég kallaði í skipstjórann og spurði hvort ég mætti slá ofninum inn aftur. Hann sagðist nú hafa meiri áhyggjur af því að koma skipinu í gang á ný. Það gekk vel og ég hélt áfram að kokka kjúklinga í mannskapinn" segir Halli og hlær en viðurkennir að honum hafði brugðið sem og öðrum skipverjum......."

                                          Hluti viðtalsins við Harald í Víkurfréttum


           1279. Brettingur KE 50, er hann kom í fyrsta sinn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 15. apríl 2010