11.01.2011 08:34
Sokkinn bátur: Óli SH 14
Hér sjáum við 5021. Óla SH 14 sökkinn, á fjörunni, einn haustdag 1987 í Stykkishólmi.
Hann var alveg á kafi á flóðinu, en hann hafði verið færður á flotbryggjuendann kvöldið áður, vegna þess að það átti að taka hann á land á morgunnflóðinu. Ekki man ég alveg orsökina fyrir því að hann sökk þarna um nóttina, en það gerði norðanvind um nóttina.
Þetta var hans síðasta ár á floti en hann var smíðaður á Akranesi 1960 og hét fyrst Óli GK 176 (heimild Íslensk skip bátar) en var keyptur til Stykkishólms 1970. Hann skemmdist það mikið við þetta óhapp að ekki var talið borga sig að gera við hann, og hann afskráður í febrúar 1989.
Því miður á ég ekki mynd af honum á floti, en bátarnir aftan við hann erum frá vinstri, 6700. Gustur SH 251, Bryndís SH 271,6408. Abba SH 82,6878. Fönix SH 198, (að ég held) 6816. Sær BA 39 og stóri báturinn þar fyrir framan er 6753. Brimrún. Trillan framan við Gustinn er 5078. Alda SH 272
Aftan við 5021. Óla SH 14 eru frá vinstri, 6700. Gustur SH 251, Bryndís SH 271,.6408. Abba SH 82,.6878. Fönix SH 198, (að ég held) 6816. Sær BA 39 og stóri báturinn þar fyrir framan er 6753. Brimrún. Trillan framan við Gustinn er 5078. Alda SH 272 © myndir og texti Sigurbrandur
