10.01.2011 22:00
Göltur
Litli trillubáturinn liggur nú á hvolfi utan við Sæmundarpakkhús sem er nú Fiskistofuútibúið í Stykkishólmi (því miður gleymi Sigurbrandur alltaf að taka mynd af honum þar) og heitir Göltur. Hann var smíðaður í Noregi um 1960 og var í eigu Guðrúnar Jónasdóttur listakonu frá Öxney og notaði hún hann í um 25-30 ár til að komast frá Stykkishólmi inní eyjuna sína Galtarey, sem tilheyrir Öxneyjarlöndum í mynni Hvammsfjarðar.
Myndin er tekin í Galtarey við brottför þaðan síðsumar 1979 og um borð eru bræðurnir Bjarki og Sigurbrandur Jakobssynir systursynir Guðrúnar, sem lést í Stykkishólmi fyrir nokkrum árum.
Göltur © mynd í eigu Sigurbrands, sem er annar drengjanna á myndinni
