08.01.2011 12:35
Ósk KE lagt- áhöfnin yfir á Erling KE
Eins og margir muna var Erling KE 140 lagt í haust og tvístraðist áhöfnin yfir á aðra báta. T.d. fór tók skipstjórinn Happasæl KE og stýrimaðurinn er nú skipstjóri Sægríms GK, Skömmu síðar hóf Ósk KE 5 að veiða hluta af kvóta Erlings og lagði upp hjá fiskverkun Erlings. Þá var talað um að Erling færi hugsanlega af stað aftur í janúar, ef hann færi af stað á ný og svo núna rétt fyrir áramót virtist vera búið að fresta því að hann færi aftur fyrr en í fyrsta lagi í mars. Nú hefur hinsvegar orðið sú breyting að Ósk KE 5 verður lagt og áhöfnin sem þar var um borð fer yfir á Erling KE 140 og fer hann nú næstu daga aftur á veiðar.

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 2008

233. Erling KE 140 © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010

1855. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll, 2008

233. Erling KE 140 © mynd Emil Páll, 10. jan. 2010
Skrifað af Emil Páli
