07.01.2011 20:08

Dyrhólaey

Bjarni Guðmundsson frá Neskaupstað tók þessar tvær myndir frá Dyrhóley en ekki vissi hann til hvers þetta var en vírinn frá spilinu lá út í eyjuna fyrir utan, datt þó í hug hvort þetta gæti hafa verið til að taka upp árabáta 

                                                       -0-

Varðandi stýrishúsið, þá grunar mig að þetta sé stýrishúsið af 980.Friðrik Sigurðssyni ÁR 107, sem upphaflega hét Sigurborg SI 275 og endaði í pottinum sem Stafnes KE 130, en það er einmitt sagt vera í  Mýrdalnum. Eins gæti vírinn hafa verið notaður til að daga um kindur.




            Dyrhólaey © myndir Bjarni G., á tímabilinu 29. júlí til 10. ágúst 1991