07.01.2011 15:15
Flotbryggja með fjölda báta losnaði í Grófinni
Í veðurofsanum milli kl. 10 og 12 í morgun slitnuðu keðjur er halda einni af bryggjunum í Grófinni í Keflavík frá og varð þversum í höfninni með þó nokkra báta bunda við bryggjuna. Í hádeginu tókst síðan skipstjórnarmönnum af bátum í höfninni svo og hafnarstarfsmönnum að koma bryggjunni á réttan stað og ganga frá bráðabirgðafestingum, þar til að veður gengur niður. Fjótt á litið sýnist sem ekkert eða a.m.k. lítið tjón hafi orðið af þessu í Grófinni, en hér eru nokkrar myndir sem ég tók í morgun.

Bryggjan til vinstri á að standa beint út, en liggur í átt að næstu bryggju og þarna er búið að koma 1915. Fylki KE 102 í gagn til að hefja björgunaraðgerðir



Hér er 6489. Fjöður GK 90 farinn að íta bryggjunni á réttan stað

Hér er bryggjan komin á réttan stað og unnið að því að koma bráðabirgðafestingum í land

Sama og síðasta mynd © myndir Emil Páll, 7. jan. 2011

Bryggjan til vinstri á að standa beint út, en liggur í átt að næstu bryggju og þarna er búið að koma 1915. Fylki KE 102 í gagn til að hefja björgunaraðgerðir



Hér er 6489. Fjöður GK 90 farinn að íta bryggjunni á réttan stað

Hér er bryggjan komin á réttan stað og unnið að því að koma bráðabirgðafestingum í land

Sama og síðasta mynd © myndir Emil Páll, 7. jan. 2011
Skrifað af Emil Páli
