07.01.2011 08:17
Samherji færir út kvíarnar erlendis
Fiskifréttir:
Breska sjávarútvegsfyrirtækið UK Fisheries, sem Samherji á helmingshlut í á móti Parlevliet & Van der Plas, hefur keypt franska sjávarútvegsfyrirtækið Euronor. Það félag stundar öðru fremur veiðar og vinnslu úr ufsa og þorski. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þetta eru önnur kaup UK Fisheries á skömmum tíma, að því er greint var frá á vef Intrafish á dögunum. Hinn 17. desember sl. keypti UK Fisheries spænska fyrirtækið Pesquera Ancora sem áður var í eigu norska félagsins Aker Seafood. Þar ræður norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke ríkjum.
Skrifað af Emil Páli
