07.01.2011 00:17
Björgunarsveitir í viðbragsstöðu
Vonskuveður er um mest allt land og er fólk varað við að vera á ferð að nauðsynjalausu. Björgunarsveitir á Suðurnesjum og víðar um land voru í kvöld settar í viðbragðastöðu. Óttast er að flóð geti valdið tjóni í fyrramálið en þá er stórstreymt.
Verst er veðrið um norðan- og austanvert landið. Norðan stórhríð er um norðanvert landið spáð er svipuðu veðri í nótt. Mjög hvassir vindstrengir eru sunnan fjalla á sunnanverðu landinu, einkum suðaustan til.
Á Vestfjörðum er stórhríð á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði en einnig á Gemlufallsheiði og bæði í Önundarfirði og Súgandafirði.
Skrifað af Emil Páli
