06.01.2011 17:37
Varað við sjávarflóðum
bb.is:
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna hugsanlegra sjávarflóða við hafnir frá Hornbjargi og suður með Austfjörðum. Menn eru hvattir til að huga bátum og öðrum eigum, en vera ekki á ferð að óþörfu. Búist er við stormi á öllu landinu og talsverðri ofankomu norðaustanlands. Mjög hvassir vindstrengir eru sunnan fjalla.
Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar vill brýna fyrir útgerðarmönnum að huga vel að bátum sínum þar sem mjög hásjávað er í kvöld og nótt.
Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar vill brýna fyrir útgerðarmönnum að huga vel að bátum sínum þar sem mjög hásjávað er í kvöld og nótt.
Skrifað af Emil Páli
