06.01.2011 17:02

Vefmyndir frá þremur höfnum á Austfjörðum

Í þessu leiðindaveðri sem gengið hefur yfir landið í dag, hafa bátar ýmist leitað í var eða inn í hinar ýmsu hafnir. Þó ég hafi ekki neinar myndir um slíkt, birti ég þó þrjár myndir úr vefmyndavélum staðsettum í þremur sveitarfélögum á Austfjörðum. Tvær þeirra þ.e. frá Fáskrúðsfirði og Neskaupstað voru teknar í dag kl. 16.26, en sú þriðja aðeins áður, þ.e. sú frá Stöðvarfirði, en hún var tekin í dag kl. 16.20.


                                     Frá Fáskrúðsfirði kl. 16.26 í dag


                                       Neskaupstaður kl. 16.26 í dag


                                        Stöðvarfjörður kl. 16.20 í dag