Frá hvalaskoðun með Norðursiglingu. mbl.is/Heimir Harðarson Forráðamenn Norðursiglingar ákváðu nú nýverið að hefja hvalaskoðunarferðir úr Fjallabyggð næsta sumar. Fyrirtækið hefur stundað hvalaskoðun frá Húsavík síðastliðin 16 ár en hyggst nú færa út kvíarnar. Siglt verður daglega frá Ólafsfirði í júní nk. og munu ferðirnar verða með sama sniði og þær sem farnar eru frá Húsavík. Þannig verða farnar þriggja tíma ferðir á íslenskum eikarbátum sem lokið hafa hlutverki sínu sem fiskibátar en hafa nú verið ríkulega útbúnir til farþegaflutninga. "Með tilkomu Héðinsfjarðarganga hefur orðið slík bylting á samgöngum að Fjallabyggð þykir henta einkar vel til verkefnisins. Uppbygging á sviði strandmenningar á Siglufirði þykir einnig styðja við ferðir sem þessar og er þar sérstaklega til tekið hið stórglæsilega Síldarminjasafn sem og uppbygging Rauðku e.h.f. á veitingahúsum við smábátahöfnina," segir í tilkynningu frá Norðursiglingu. Segir ennfremur að Ólafsfjörður liggi vel við hvalaslóð á utanverðum Eyjafirði. Ferðaþjónusta þar í bæ sé í mikilli sókn og horft sé til þess að gisting og þjónusta sé í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun. Hótel Brimnes fari þar fremst í flokki en eigendur þess hafi unnið brautryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu undanfarin ár."/>

05.01.2011 23:43

Hvalaskoðun frá Ólafsfirði í sumar

mbl.is

Frá hvalaskoðun með Norðursiglingu.

Frá hvalaskoðun með Norðursiglingu. mbl.is/Heimir Harðarson

Forráðamenn Norðursiglingar ákváðu nú nýverið að hefja hvalaskoðunarferðir úr Fjallabyggð næsta sumar. Fyrirtækið hefur stundað hvalaskoðun frá Húsavík síðastliðin 16 ár en hyggst nú færa út kvíarnar. Siglt verður daglega frá Ólafsfirði í júní nk. og munu ferðirnar verða með sama sniði og þær sem farnar eru frá Húsavík.

Þannig verða farnar þriggja tíma ferðir á íslenskum eikarbátum sem lokið hafa hlutverki sínu sem fiskibátar en hafa nú verið ríkulega útbúnir til farþegaflutninga.

"Með tilkomu Héðinsfjarðarganga hefur orðið slík bylting á samgöngum að Fjallabyggð þykir henta einkar vel til verkefnisins. Uppbygging á sviði strandmenningar á Siglufirði þykir einnig styðja við ferðir sem þessar og er þar sérstaklega til tekið hið stórglæsilega Síldarminjasafn sem og uppbygging Rauðku e.h.f. á veitingahúsum við smábátahöfnina," segir í tilkynningu frá Norðursiglingu.

Segir ennfremur að Ólafsfjörður liggi vel við hvalaslóð á utanverðum Eyjafirði. Ferðaþjónusta þar í bæ sé í mikilli sókn og horft sé til þess að gisting og þjónusta sé í boði fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun. Hótel Brimnes fari þar fremst í flokki en eigendur þess hafi unnið brautryðjendastarf á sviði ferðaþjónustu undanfarin ár.