80 sentímetra beitusmokkur svamlaði um við Bæjarbryggjuna í Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Dýrið vakti mikla athygli og fljótlega dreif að fólk enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá lifandi smokkfisk svamla í höfninni. Starfsmenn Sæheima í Vestmannaeyjum háfuðu svo beitusmokkinn upp úr höfninni og fluttu hann á Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja en hann lifði ekki nóttina.
05.01.2011 20:25
80 sm. lifandi smokkfiskur í VE-höfn
Eyjafréttir í gær:
- fluttur á Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja en lifði ekki nóttina
Georg Skæringsson, starfsmaður Sæheima sagði í samtali við Eyjafréttir að það hann teldi að beitusmokkurinn hefði verið veikur. "Mér fannst hann vera hálf blindur. Við rerum að honum á gúmmíbát og vorum ekki í neinum vandræðum með að nálgast hann og háfa hann upp. Svo þegar hann var kominn í búrið þá var hann að synda á steina og veggi búrsins, þannig að ég gæti trúað að hann hafi verið eitthvað veikur."
Smokkfiskar teljast ekki til fiska, þótt nafnið bendi til annars heldur til lindýra. Smokkfiskar eru ekki algengir hér við land en alls hafa fjórtán tegundir smokkfiska fundist hér við land, m.a. beitusmokkur, dílasmokkur og risasmokkur. Smokkfiskar hafa 10 arma og eru mjög góð sunddýr en lifa stutt, eitt til tvö ár og ná einungis að hrygna einu sinni. Beitusmokkur lifir helst í úthafinu suður af landinu en tveir armar hans eru lengri en hinir og eru það sérkenni beitusmokksins. Smokkfiskur getur sprautað bleki þegar hann er áreittur og gerði beitusmokkurinn það í gærkvöldi þegar verið var að koma honum í kassa, sem hann var fluttur í á safnið.
Skrifað af Emil Páli


.jpg&newxsize=60&newysize=60&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0%27)
.jpg&newxsize=60&newysize=60&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0%27)
.jpg&newxsize=60&newysize=60&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0%27)
.jpg&newxsize=60&newysize=60&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0%27)
.jpg&newxsize=60&newysize=60&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0%27)
