05.01.2011 13:02
Góð rækjuveiði í Arnarfirði
bb.is:
"Aflabrögð hafa verið góð í haust og vetur. Rækjan er nokkuð smá en nóg af henni," segir Jón Þórðarson, skipstjóri á Höfrungi BA, sem er einn af fjórum bátum sem gerður er út á rækju í Arnarfirði. "Bátarnir eru með mismikið af kvóta þannig menn eru komnir mislangt með skammtinn á þessu fiskveiðiári en veiðin mun sjálfsagt halda áfram eitthvað fram á vorið," segir Jón. Nú eru þrjú ár síðan aftur var farið að veiða rækju í Arnarfirði eftir nokkurra ára veiðibann. Aðspurður segist Jón viss um að veiðarnar muni halda áfram á næsta fiskveiðiári. "Spurningin er frekar hvort bætt verði við núverandi aflaheimildir," segir Jón.
Um áramótin hafði Andri BA landað tæplega 79 tonnum í 22 róðrum. Brynjar BA kom með rúm 77 tonn í 32 róðrum, Ýmir með tæp 52 topnn í 18 ferðum og Höfrungur 50 tonn í 23 róðrum.
"Aflabrögð hafa verið góð í haust og vetur. Rækjan er nokkuð smá en nóg af henni," segir Jón Þórðarson, skipstjóri á Höfrungi BA, sem er einn af fjórum bátum sem gerður er út á rækju í Arnarfirði. "Bátarnir eru með mismikið af kvóta þannig menn eru komnir mislangt með skammtinn á þessu fiskveiðiári en veiðin mun sjálfsagt halda áfram eitthvað fram á vorið," segir Jón. Nú eru þrjú ár síðan aftur var farið að veiða rækju í Arnarfirði eftir nokkurra ára veiðibann. Aðspurður segist Jón viss um að veiðarnar muni halda áfram á næsta fiskveiðiári. "Spurningin er frekar hvort bætt verði við núverandi aflaheimildir," segir Jón.
Um áramótin hafði Andri BA landað tæplega 79 tonnum í 22 róðrum. Brynjar BA kom með rúm 77 tonn í 32 róðrum, Ýmir með tæp 52 topnn í 18 ferðum og Höfrungur 50 tonn í 23 róðrum.
Skrifað af Emil Páli
