05.01.2011 08:07
Loðnuleit frestað vegna óveðurs
visir.is:
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sem átti að halda til loðnuleitar norður af landinu í gær, er enn í Reykjavík.
Brottför var frestað vegna óveðurs og slæmrar veðurspár á leitarsvæðinu næstu daga. Brottför nokkurra loðnuskipa, sem ætluðu að taka þátt í leitinni, var líka frestað, en eitt var lagt af stað áður en óveðrið brast á.
Áhöfnin á því hefur ekkert getað aðhafst vegna óveðurs.
Skrifað af Emil Páli
