05.01.2011 08:30
Sami byggðakvóti milli ára
bb.is:
Hólmavík er úthlutað 100 þorskígildistonnum í úthlutun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Er það jafn mikið og árið 2010. Heildarúthlutunin nemur 4564 tonnum sem er um 17% aukning frá fyrra fiskveiðiári þegar heildin var 3885 tonn, auk 972 tonnum sem ekki nýttust í fyrri úthlutun. Alþingi samþykkti á árinu lagabreytingu sem heimilar tilflutning byggðakvóta milli fiskveiðiára með sama hætti og gert er með aðrar úthlutanir aflamarks. Byggðakvóti Hólmavíkur var fullnýttur árið 2010 og flyst því ekkert á milli áranna 2010 og 2011. Alls fá nú 44 byggðarlög í landinu úthlutun samkvæmt frétt á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Skrifað af Emil Páli
