05.01.2011 09:05

Metár hjá Þorbirni hf.

grindavik.is:

 
Met ár hjá Þorbirni hf. 

Á árinu 2010 lönduðu skip Þorbjarnar hf. 27.434 tonnum. Aflaverðmætið var rétt um sex og hálfur milljarður. Til samanburðar komu tæp 23 þúsund tonn á land 2009 og aflaverðmætið var 5,2 milljarðar. Afli frystitogara á síðasta ári var 17.325 tonn og afli línubáta var 10.109 tonn.

Í töflu hér að neðan má sjá afla og verðmæti hvers skips síðustu 2 árin:

Bátur Afli 2010 Verðmæti 2010 Afli 2009 Verðmæti 2009        
Gnúpur GK 11 6.981 1.624.000 5.070 1.250.000        
Hrafn GK 111 5.216 1.365.000 4.590 1.185.000        
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255          5.128 1.384.000 3.950 1.075.000        

Sturla GK 12 2.530 528.794 2.514 460.099        
Ágúst GK 95 2.440 529.574 2.289 427.031        
Valdimar GK 195 2.483 521.037 2.128 392.109        
Tómas Þorvaldsson GK 10 2.656 553.215 2.305 401.844
Samtals 27.434 6.505.620 22.846 5.191.083