03.01.2011 14:03
Smábátaafli getur verið besta hráefni sem völ er á
bb.is:
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti á dögunum viðtöku skýrslu Matís um hámörkun aflaverðmætis smábáta. Auk skýrslunnar hefur starfshópur verkefnisins gefið út bækling og einblöðunga sem dreift hefur verið til allra smábátasjómanna. Þá er lagt til að verkefninu verði enn fremur fylgt eftir með námskeiðshaldi. "Þrátt fyrir ágæti þess að gefa út leiðbeiningaefni þá telja verkefnisaðilar að námskeiðahald skili á endanum bestum árangri. Póstsent leiðbeiningaefni er mjög gott til að kenna grundvallaratriði og til að ná til sem flestra á tiltölulega ódýran hátt, en til þess að hægt sé að kafa betur ofan í efnið er þörf á persónulegri kennslu. Verkefnisaðilar leggja því til að haldin verði námskeið fyrir smábátasjómenn á helstu smábátaútgerðasvæðum landsins t.d. Grindavík, Ólafsvík, Patreksfirði, Bolungarvík, Siglufirði, Húsavík, Þórshöfn, Djúpavog, Höfn og Þorlákshöfn," segir í skýrslunni.
Þar segir jafnframt að afli smábáta hafi burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri. "Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar. Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að afli smábáta standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum." Vonir standa til að leiðbeiningaefni það sem útbúið var í tengslum við þetta verkefni og þær tillögur sem fram eru settar í þessari skýrslu muni stuðla að því að tryggja afla smábáta þann sess sem hann verðskuldar, sem besti fiskur sem völ er á.
Verkefnið "Smábátar - Hámörkun aflaverðmætis" er stutt er af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti á dögunum viðtöku skýrslu Matís um hámörkun aflaverðmætis smábáta. Auk skýrslunnar hefur starfshópur verkefnisins gefið út bækling og einblöðunga sem dreift hefur verið til allra smábátasjómanna. Þá er lagt til að verkefninu verði enn fremur fylgt eftir með námskeiðshaldi. "Þrátt fyrir ágæti þess að gefa út leiðbeiningaefni þá telja verkefnisaðilar að námskeiðahald skili á endanum bestum árangri. Póstsent leiðbeiningaefni er mjög gott til að kenna grundvallaratriði og til að ná til sem flestra á tiltölulega ódýran hátt, en til þess að hægt sé að kafa betur ofan í efnið er þörf á persónulegri kennslu. Verkefnisaðilar leggja því til að haldin verði námskeið fyrir smábátasjómenn á helstu smábátaútgerðasvæðum landsins t.d. Grindavík, Ólafsvík, Patreksfirði, Bolungarvík, Siglufirði, Húsavík, Þórshöfn, Djúpavog, Höfn og Þorlákshöfn," segir í skýrslunni.
Þar segir jafnframt að afli smábáta hafi burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri. "Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar. Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að afli smábáta standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum." Vonir standa til að leiðbeiningaefni það sem útbúið var í tengslum við þetta verkefni og þær tillögur sem fram eru settar í þessari skýrslu muni stuðla að því að tryggja afla smábáta þann sess sem hann verðskuldar, sem besti fiskur sem völ er á.
Verkefnið "Smábátar - Hámörkun aflaverðmætis" er stutt er af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.
Skrifað af Emil Páli
