03.01.2011 13:54

Trébátur sökk í Ísafjarðarhöfn

bb.is:

Trébáturinn Guðný sökk í Ísafjarðarhöfn.
Trébáturinn Guðný sökk í Ísafjarðarhöfn.
Trébáturinn Guðný sökk í Ísafjarðarhöfn í gær. Eigandi bátsins náði að rétta bátinn samdægurs en Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir hafnarstarfsmenn verði að ná bátnum upp með einhverjum ráðum ef eigandi hans nær því ekki. "Þetta er bara gamall trébátur. Eins og víða er ástatt í höfnum landsins er mikið af svona fleytum sem eru löngu orðnar ónýtar og eru ekkert í rekstri. Þær grotna bara í höfnum landsins. Þetta er eitt af þeim skipum," segir Guðmundur í samtali við DV.