03.01.2011 14:10

Aldan GK 71

Við Norður-Flankastaði, rétt utan við Sandgerði hefur í nokkuð mörg ár staðið yfir endurbygging í íhlaupavinnu á báti þessum sem í raun var afskráður eftir bruna í Grindavíkurhöfn 10. jan. 1996. Stóð flakið í fyrstu eftir brunann í nokkur ár við smábátahöfnina í Grindavík er var síðan flutt á athafnarsvæði Plastverks í Sandgerði og þaðan á athafnarsvæði Sólplasts í Innri-Njarðvík, en árið 2001 var báturinn afskráður. Í dag er hann nánast full endurbyggður og stendur við Flankastaði og þar tók ég þessa mynd af honum.


               1582. Aldan GK 71, við Norður-Flankastaði © mynd Emil Páll, 3. jan. 2010