02.01.2011 17:00

Nesfisksbátar: Sá nýjasti og snuddarar í þoku

Hér koma nokkrar myndir til viðbótar þeim sem komu áðan, úr Sandgerði í þokunni í dag. Þessar sýna fjóra báta frá Nesfiski, en einn þeirra Geirfugl GK 66, bættist í bátaflota fyrirtækisins nú rétt fyrir áramót, er hann var keyptur frá Grindavík. Á hinni myndinni sjást þrír snurvoðabátar fyrirtækisins, en þeir eru nú komnir til Sandgerðis, þar sem búið er að loka fyrir dragnótaveiðar í Bugtinni.




                     2746. Geirfugl GK 66, sem nú er kominn í hóp Nesfisksbáta


   2325. Arnþór GK 20, 2430. Benni Sæm GK 26 og 2454. Siggi Bjarna GK 5, í Sandgerði í dag í þokunni © myndir Emil Páll, 2. jan. 2011