02.01.2011 10:24
,,Edrú í dag" og ,, Erum fluttir"
1. Stýrimaður frá Keflavík sem sigldi lengi hjá Sambandinu í den kom ekki á vaktina vegna þess hve illa fyrirkallaður hann var af drykkju og skrifaði skipstjórinn í logbókina að hann hefði verið fullur í dag. Nokkru seinna sá stýrimaðurinn þetta í logbókinni og skrifaði Skipstjórinn edrú í dag.
2. Áhöfnin á einni ánni sem sigldi hjá Hafskip í den hafði útbúið góðan felustað fyrir smygl í aðal borðsal yfirmanna og töldu sig nokkuð hólpna þar þangað til einn daginn að svartagengið fann smygl. Nokkrum dögum seinna kom systurskip frá Hafskip í höfn í Reykjavík og svartagengið réðst til atlögu og rifu allt og tættu í borðsal yfirmanna.Þegar þiljurnar höfðu verið skrúfaðar af kom í ljós skilti sem á stóð " Erum fluttir"
