29.12.2010 15:00

Nýsmíði hjá Bláfelli

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, eru miklar endurbætur og eins nýsmíði í gangi á Suðurnesjum varðandi báta fyrir komandi strandveiðitímabil. Hjá Sólplasti í Sandgerði eru fjölmörg verkefni í gangi hvað varðar endurnýjun og breytingar á plastbátum og hjá Bláfelli á Ásbrú eru bæði nýsmíðaverkefni sem og breytingar á plastbátum einnig í gangi og nýverið var skrifað þar undir enn eina nýsmíðina, en nánar verður sagt frá því verkefni síðar.


  Nýsmíði á grásleppubát sem á að vera tilbúinn fyrir vorið og síðan er báturinn til hægri 7410. Þröstur SH 19 í miklum breytingum og endurbótum sem á að verða tilbúinn  fyrir vorið, er strandveiðitímabilið hefst. Þá eru tveir aðrir bátar í smiðum hjá fyrirtækinu og einn sem ekki er hafin vinna við að auki, sá er að gerðinni Sómi 990. © mynd Emil Páll, 29. des. 2010