29.12.2010 12:08
Fjöður GK, fyrir og eftir breytingar
Í morgun hef ég fengið nokkrar óskir um að birta myndir af bátnum eins og hann leit út fyrir breytingar og nú eftir þær, til samanburðar. Birti ég því mynd af honum sem ég tók af honum í Grindavíkurhöfn 2009, þá eina af honum á strandstað 9. maí sl. og eins og hann leit út í gær þegar hann var nýsjósettur í Grófinni að nýju.
6489. Fjöður GK 90, í Grindavík, 2009
6489. Fjöður GK 90, á strandstað rétt við Fuglavík sunnan við Sandgerði. 9. maí 2010
6489. Fjöður GK 90, í Grófinni í gær, 28. des. 2010
© myndir Emil Páll
