29.12.2010 00:00
Fjöður GK 90: Gjörbreyttur og viðgerður bátur
Þegar strandveiðitímabilið var svo til ný hafið á þessu ári, strandaði lítill þilfarsbátur nálægt Fuglavík sem er nokkuð sunnan við byggðina í Sandgerði og þar með langleiðis út á Stafnes. Bátnum var strax bjargað af strandstað og ekið með hann upp í gamla varnarliðsflugvöllinn, sem áður var kallaður Keflavíkurflugvöllur en heitir nú Ásbrú. Þar á svæðinu er fyrirtækið Bláfell, sem er bátasmiðja fyrir trefjaplast.
Síðan þá hafa staðið yfir miklar breytingar á bátnum, endubætur og viðgerð og sem dæmi þá var það ekki aðeins skrokkurinn sem tekinn var í gegn heldur nánast skipt um allan tækjabúnað nema sjálfa aðalvélina.
Hér kemur 12 mynda syrpa sem tekin var þegar bátnum var ekið til byggða á ný og sjósettur í Grófinni í Keflavík.

Einn fullkomnasti bátaflutningsbíll landsins, frá Jóni og Margeiri í Grindavík flutti bátinn og hér er hann staðsettur á hafnarvoginni við Keflavíkurhöfn þar sem báturinn er viktaður.

Komið eftir Ægisgötunni í Keflavík og niður í Gróf

Þá er að koma sér fyrir áður en híft er

Um að gera að vera sem næst bryggjubrúninni

Allt klárt til að hífa

Bátnum lyft upp af palli flutningabílsins

Hér nálgast báturinn bryggju kanntinn

Hafist handa við að slaka niður að sjónum

Hér er komið niður fyrir bryggjubrún

Eigandinn fylgist vel með á bryggjunni

Já, allt í lagi báturinn er sestur á sjóinn

Eigandinn kominn um borð og búið að losa allar stoffur af bátnum
© myndir Emil Páll, 28. des. 2010
Síðan þá hafa staðið yfir miklar breytingar á bátnum, endubætur og viðgerð og sem dæmi þá var það ekki aðeins skrokkurinn sem tekinn var í gegn heldur nánast skipt um allan tækjabúnað nema sjálfa aðalvélina.
Hér kemur 12 mynda syrpa sem tekin var þegar bátnum var ekið til byggða á ný og sjósettur í Grófinni í Keflavík.

Einn fullkomnasti bátaflutningsbíll landsins, frá Jóni og Margeiri í Grindavík flutti bátinn og hér er hann staðsettur á hafnarvoginni við Keflavíkurhöfn þar sem báturinn er viktaður.

Komið eftir Ægisgötunni í Keflavík og niður í Gróf

Þá er að koma sér fyrir áður en híft er

Um að gera að vera sem næst bryggjubrúninni

Allt klárt til að hífa

Bátnum lyft upp af palli flutningabílsins

Hér nálgast báturinn bryggju kanntinn

Hafist handa við að slaka niður að sjónum

Hér er komið niður fyrir bryggjubrún

Eigandinn fylgist vel með á bryggjunni

Já, allt í lagi báturinn er sestur á sjóinn

Eigandinn kominn um borð og búið að losa allar stoffur af bátnum
© myndir Emil Páll, 28. des. 2010
Skrifað af Emil Páli
