22.12.2010 07:44
Eldur um borð í Oddeyrinni
Af visir.is
Í febrúar kom upp reykur í vélarrúmi sama skips þegar það var bundið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. MYND/Vilhelm
Mikill reykur gaus upp í vélarrúmi togarans Oddeyrar EA þeagr hann var rétt ókominn að bryggju við Krossanes á Akureyri um klukkan hálf fimm í nótt. Vélarrúmið var lokað af og kallað á slökkvilið Akureyrar, sem beið á bryggjunni þegar togarinn lagðist að.
Áhöfnin var þá við öllu búin og vélstjórarnir höfðu áttað sig á að lega í stórum rafal hafði yfirhitnað með þessum afleiðingum, en engin eldur logaði.
Vélarrúmið var reykræst og munu litlar sem engar skemmdir hafa orðið nema á rafalnum.
Í febrúar kom upp reykur í vélarrúmi sama skips þegar það var bundið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Skrifað af Emil Páli
