20.12.2010 21:08
Brettingur stoppaði ekki lengi
Togarinn Brettingur KE 50 stoppaði ekki lengi í Njarðvíkurhöfn í dag, því nú í þessum orðum sögðum er hann að nálgast Snæfellsnesið með stefnu trúlega til Siglufjarðar. Eins og áður hefur komið fram var hann að fiska kvóta fyrir Þormóð - Ramma og fór aflinn þangað. Eru togarinn búinn að vera í um 50 daga á sjó í þessari lotu. - Samkvæmt fréttum sem ég fékk áðan á Facebook, er stefnan á Siglufjörð til að landa og verður hann þar yfir jólin.
1279. Brettingur KE 50, í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 20. des. 2010
Skrifað af Emil Páli
