20.12.2010 11:43
Ísbjarnargrín í gangi?
Sérstæður starfsmannahrekkur um borð í togaranum Málmey átti eftir að vefja upp á sig og varð í raun til þess að almannavarnabatteríið á Sauðárkróki var ræst út.
Upphafið var að í gærkvöld birtist í nafni skipstjórans færsla á Facebookinu og mynd er sýndi þrjá ísbirni synda í logni og var sú færsla þess efnis að þeir á togaranum hefðu siglt fram hjá ísbjörnum þessum. En eins og fram kemur neðar í þessari færslu var þetta gert án þess að skipstjórinn vissi af, en þó í hans nafni.
Fyrstu viðbröðu urðu strax í gærkvöldi er Þorgrímur Ómar Tavsen benti á að togarinn sjálfur væri ekki í logni þar sem hann væri nú og gaf því til kynna að þetta væri eitthvað annað.
Í morgun mátti síðan lesa eftirfarandi tvær greinar um málið á feyki.is:
Upphafið var að í gærkvöld birtist í nafni skipstjórans færsla á Facebookinu og mynd er sýndi þrjá ísbirni synda í logni og var sú færsla þess efnis að þeir á togaranum hefðu siglt fram hjá ísbjörnum þessum. En eins og fram kemur neðar í þessari færslu var þetta gert án þess að skipstjórinn vissi af, en þó í hans nafni.
Fyrstu viðbröðu urðu strax í gærkvöldi er Þorgrímur Ómar Tavsen benti á að togarinn sjálfur væri ekki í logni þar sem hann væri nú og gaf því til kynna að þetta væri eitthvað annað.
Í morgun mátti síðan lesa eftirfarandi tvær greinar um málið á feyki.is:
feykir.is | Skagafjörður | 20.12.10 | 8:21
Þrír Ísbirnir á sundi norður fyrir landi - vinnustaðahrekkur sem fór úr böndunm
Skipsverjar á Málmeynni rákust í gær á þrjá ísbirni á sundi við ísröndina norður fyrir landi. Á fésbókarsíðu skipstjórans segir; "Þá erum viðkomir norður fyrir land í ísinn,toguðum í dag frammá þessa ísbjarnarfjölskyldu.Reyndum mikið að snara eitt helvítið en það eru greinilega lélegir kúrekar hér um borð.Eins og mig vantaði nú einn í garðinn,sáum síðast til þeirra stefna beint á skagann svo Jói verður kominn með 3 í garðinn hjá sér um jólin og getur þá dundað við að setja jólakúlur í dindilinn á þeim."
Skrifað af Emil Páli

