16.12.2010 07:34
Þrjú loðnuskip lönduðu 3.300 tonnum
Af vísir.is:
Loðnuskipin Faxi, Börkur og Ingunn, lönduðu í gær samtals þrjú þúsund og þrjú hundruð tonnum , ýmist á Vopnafirði eða í Neskaupstað.
Vegna slæmrar veðurspár fara þau ekki aftur á miðin fyrir jól, þannig að sjómennirnir eru að fara í jólafrí. Loðnuveiðarnar að undanförnu eru þær fyrstu fyrir áramót í fimm ár.
Skipstjóranrir eru allir bjartsýnir á góða loðnuveiði eftir áramót og segja að óvenju mikið sé af stórri loðnu í aflanum núna. Hún er að mestu fryst til manneldis, en afgangurinn er bræddur í lýsi og mjöl til skepnufóðurs.
Skrifað af Emil Páli
