15.12.2010 23:42

Íslendingar eiga 900 milljarða í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum

Af ´vísir.is í kvöld:

Íslendingar eru vellauðugir samkvæmt svarinu.
Íslendingar eru vellauðugir samkvæmt svarinu.

 

Eignir Íslendinga í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum námu rúmum 873 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Tölurnar eru fengnar frá Seðlabanka Íslands. Samkvæmt svarinu er Seðlabanki Íslands bundinn þagnarskyldu og getur því ekki gefið upplýsingar um hvaða fyrirtæki þetta eru, hvar þau starfa, hver hlutdeild Íslendinga í fyrirtækjunum er, né heldur hvenær Íslendingarnir eignuðust fyrst hlut í þessum fyrirtækjum eða hvert virði heildarhlutar þeirra er.