15.12.2010 14:00

Björg TN 1273 seld til Patreksfjarðar

Plastbáturinn sem færeyska nafninu sem er til viðgerðar hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði og var keyptur hingað til lands til Hafnarfjarðar, hefur nú verið seldur til Patreksfjarðar. Bátur þessi var í upphafi smiðaður sem Cleopatra 28 hjá Trefjum hf., í Hafnarfirði og hafði smíðanúmer þar 235, en hvenær hann fór til Færeyja eða annað varðandi sögu hans er ekki vitað, nema hvað hann er nú Cleopatra 34, sjálfsagt eftir að hafa verið lengdur.


  Björg TN 1273, í húsi hjá Sólplasti í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 15. des. 2010