14.12.2010 23:32
Skip og kvóti fyrir 8,4 milljarða
Af vef Fiskifrétta:
- Møgster Havfiske í Noregi hefur selt nótaskipið Møgsterfjord ásamt kvótum fyrir 440 milljónir NOK, sem er um 8,4 milljarðar íslenskra króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir skip og kvóta í Noregi, að því er fram kemur í FiskeribladetFiskaren. Kaupandinn er Olav Østervold hjá Østerbris A/S. Þetta er í fyrsta sinn sem eitt af stóru útgerðarfyrirtækjunum í Noregi selja frá sér skip og kvóta. Møgster Havfiske er frekar þekkt fyrir það að kaupa skip og kvóta. Møgsterfjord hefur sett bæði aflamet og met í aflaverðmætum nótaskipa í Noregi í ár.
Skrifað af Emil Páli
