14.12.2010 00:00

Geir goði GK 220

Þó ég hafi áður birt myndir af þessum báti, sem Gísli Aðalsteinn Jónasson hefur tekið, ætla ég nú að gera betur og birta sex myndir eftir hann af bátnum. Bátur þessi var eingöngu gerður út með heimahöfn í Sandgerði þann tíma sem hann var hérlendis og bar þrjú nöfn á þessum tíma en alltaf sama númerið og síðan var hann seldur til Finnlands þar sem hann hélt síðasta nafninu hérlendis, en sökk fljótlega eftir að hafa verið skráður þar, eða nálægt tveimur árum eftir sölu þangað.

Skipstjóri Geirs goða GK 220 var lengi vel, einmitt faðir Gísla Aðalsteins, Jónas Franzson.

Þau nöfn sem báturinn bar voru Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220 og Geir goði GK 220 og í Finnlandi Geir goði FIN116K












               242. Geir goði GK 220, bæði af skipinu að utan sem innan © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, frá 20. til 24. ágúst 1988