13.12.2010 08:29
Hafísröndin um 20 sjómílur norður af Horni
Af Vísir.is í morgun:
Nokkur skip tilkynntu um hafísrönd um 20 sjómílur norður af Horni nyrst á Vestfjarðakjálkanum í nótt, þegar þau áttu leið þar um.
Ísinn virðist ekki hafa færst nær landi en hann var þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Ólíklegt er talið að ísspöngin leggist alveg að landi og loki siglingaleiðinni.
Ekkert sást til ísbjarna á ísnum frekar en í ískönnunarflugi í síðustu viku.
Skrifað af Emil Páli
