13.12.2010 00:00

Grundfirðingur II SH 124 / Sverrir Bjarnfinnsson ÁR 110 / Sæljós ÁR 11 / Brimrún

Fiskiskip smíðað úr eik 1956 og stendur nú uppi í slipp, þar sem hugmyndir eru um að gera bátinn að fljótandi sumarbústað og eru framkvæmdir hafnar, en ganga fremur hægt.


                        467. Grundfirðingur II  SH 124 © mynd Snorri Snorrason


                467. Grundfirðingur II SH 124 © mynd Snorrason


             467. Sverrir Bjarnfinnsson ÁR 110 © mynd Snorrason


                       467. Sæljós ÁR 11 © mynd Snorrason


                 467. Brimrún, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2009

Smíðaður hjá Sören Larsen & Sönner, í Nyköbing Mors, Danmörku 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.  Endurbyggður 1986.

Á árinu 2008 hófst við bryggju í Reykjavík endurbygging á bátnum, vegna sölu hans til Noregs það ár. Úr þeirri sölu varð ekki og hófust þá framkvæmdir við að gera bátinn að fljótandi sumarbústað. Báturinn var tekinn upp í Njarðvíkurslipp 27. nóv. 1009 þar sem á að klára hann utan sem innan. Þegar hann kom til Njarðvíkur var hann fokheldur eftir að búið var að henda úr honum öllu fiskitengdu, eða um 24 tonnum og við það lyftist báturinn upp um 40 sentimetra. Var bátnum siglt fyrir eigin vélarafli til Njarðvíkur.

Nöfn: Grundfirðingur II SH 124, Brimnes BA 800, Látrarröst BA 590, Sverrir Bjarnfinnsson ÁR 110, Sæljós ÁR 11 og núverandi nafn: Brimrún.